Tollskjalagerð

Inn- & útflutningur

Við keppumst við að vera í fremstu röð í tollmiðlun og bjóðum uppá ýmsa rafræna þjónustu til að einfalda tollafgreiðslur til muna. Áratuga reynsla starfsmanna og vönduð vinnubrögð í fyrirrúmi.

Bílaiðnaður

Jónar Transport sérhæfa sig í flutningum á varahlutum ökutækja og vinnuvéla. Við bjóðum heildarlausnir fyrir bæði hefðbundna og flókna flutninga — alltaf með hagkvæmustu og öruggustu flutningsleiðina.

Neytendavörur

Frá tískuvarningi til leikfanga – Sérhæfðar lausnir fyrir síbreytilegan neytendamarkað

Hitastýrðir flutningar

Hitastýrðir flutningar tryggja örugga meðhöndlun á viðkvæmum vörum eins og t.d lyfjum, matvælum og snyrtivörum.

Hátækni­­­­iðnaður

Heildarlausnir okkar á flutningi hátæknivöru með sérsniðnum lausnum sem koma til móts við sterkar kröfur markaðarins. - Við tryggjum að hátæknivörur skili sér örugglega á áfangastað

Tónlistar- og kvikmynda­iðnaðurinn

Frá Justin Bieber til Guns N' Roses, Fast and the Furious til Game of Thrones — við höfum áratuga reynslu af flóknum verkefnum fyrir tónlistar- og kvikmyndaiðnaðinn.

Við sjáum um flutningana — svo þú getur einbeitt þér að listinni, framleiðslunni og sýningunni.

Viðburðir

Áratuga reynsla af flutningum fyrir flókin verkefni og viðburði — listasýningar, ráðstefnur, hátæknisýningar og sérhæfð fagviðburði.

Lyf og líftækni

Alltaf í réttu ástandi – á réttum tíma - Við tryggjum að lyf og líftæknivörur skili sér í réttu magni, í réttum gæðum og á réttum tíma — hverju sinni.

Við sérhæfum okkur í flutningum fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn með áherslu á öryggi, rekjanleika og vandaða meðhöndlun á viðkvæmum sendingum.

Tískuiðnaður

This copy should complement the main headline, make the value concrete, and handle your customer's objection. Keep it clear and simple.

Annað

Þegar að kemur að fjölbreyttni í atvinnnulífinu hafa Jónar Transport marga fjöruna sopið. Frá jarðvegsborum fyrir orkuiðnaðinn til þyrluflugvéla – frá litlum og öflugum örgjörvum til leikfanga fyrir börn. Við flytjum fjölbreyttan farm með öryggi, fagmennsku og áreiðanleika. Þetta er Jónar

Biddu Jón um tilboð – við finnum besta flutninginn

Segðu okkur hvar varan fer af stað, hvert hún á að fara og hvað hún vegur. Jón sér um restina: velur hagkvæmustu leiðina, reiknar kostnaðinn og sendir þér skriflegt tilboð samdægurs.

Afhverju að velja Jón?

  • Jón sér um skjölin - Yfir 30 ára reynsla Jóna í tollmiðlun tryggir faglega þjónustu.
  • Rafræn tollmiðlun - Við sendum tollskýrslur rafrænt og erum með aðrar rafrænar þjónustur.
  • Allar afgreiðslur í boði - Bráðabirgðatollafgreiðsla, tímabundinn innflutningur, ATA Carnet og almennur inn- og útflutningur.

Fróðleikur um sendingar

Hvaða fylgiskjöl þarf að leggja fram með tollskýrslu til tollyfirvalda?

  • Farmbréf (bill of lading / waybill) - Skjal sem staðfestir eignarhald og afhendingu á vörunni. (Gefið út að farmflytjenda, t.d Jónum Transport).
  • Vörureikningur (Commerical Invoice) - Nákvæm lýsing á vöru, vöruverð, tollskrárnúmer (HS-codes), upprunalönd og viðskiptaskilmálar. (Gefið út af seljanda).
  • Pökkunarlisti (Packing List) - Upplýsingar um innihald sendingarinnar, pökkun, magn og þyngd (Gefið út að seljanda).
  • Flutningsgjaldareikningur (Freight Invoice) - Reikningur fyrir flutningskostnaði t.d frá flutningsaðila (Jónar Transport).
  • Upprunavottorð - ef á við (EUR.1 skírteini eða EUR áritun) - Nauðsynlegt þegar vara kemur frá EFTA eða ESB-löndum til að njóta tollfríðinda.

Hvar getur viðskiptavinur nálgast frekari upplýsingar og nauðsynleg skjöl tengd inn- og útflutningi?

Hér eru ýmsar leiðbeiningar

Á vefsíðu tollyfirvalda á Íslandi eru allar nauðsynlegar upplýsingar vegna inn- og útflutnings tollunnar.

Get ég gefið Jónum rafrænt umboð vegna tollskýrslugerðar á mínum vegum?

Já, það er gert hér.

Hvernig kemst ég í reikningsviðskipti við Jóna?

‍Þú getur sótt um það með rafrænum hætti hér

Bjóðið þið upp á að geyma vöru í tollfrjálsu vöruhúsi? (Bonded warehouse)

Já, Í vörumiðstöðinni eru bæði geymdar tollafgreiddar og ótollafgreiddar vörur og býður það upp á sveigjanleika fyrir innflytjendur sem geta látið tollafgreiða hluta af sendingum eins og hentar hverju sinni. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá okkur.